Óskalisti Rótarinnar

Óskalisti Rótarinnar

29. ágúst 2017

Margrét Valdimarsdóttir, Valgerður Rúnarsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir, Katrín G. Alfreðsdóttir, Áslaug K. Árnadóttir, Ingunn Hansdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir. Margrét Gunnarsdóttir var farin þegar myndin var tekin.

Ráði Rótarinnar var fyrir skemmstu boðið til fundar á Vogi þar sem þær Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir og framkvæmdastjóri lækninga, Þóra Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, Ingunn Hansdóttir, yfirsálfræðingur og Erla Björg Sigurðardóttir, stjórnarkona í SÁÁ, tóku á móti okkur.
Við fengum kynnisferð um sjúkrahúsið og áttum mjög gott samtal um konur og fíknivanda. Það gladdi okkur að heyra að sífellt er verið að vinna að umbótum á kvennameðferðinni, nú með tilstyrk Ingunnar sem er í nýju starfi yfirsálfræðings og vinnur að því að gera meðferðina áfallamiðaða.
Við sögðum svo frá okkar áherslum og hvað við teldum nauðsynlegt að gera til að bæta aðstöðu og meðferð kvenna með fíknivanda. (more…)

Greinargerð til heilbrigðisráðherra um konur og fíkn

Greinargerð til heilbrigðisráðherra um konur og fíkn

Reykjavík 26. júní 2017

Rótin hefur í kjölfar heimsóknar til Óttarrs Proppé, heilbrigðisráðherra, sent honum greinargerð um umræðuefni fundarins og tillögur til aðgerða til að bæta meðferðarkerfið.

Lesa má greinargerðina í PDF-skjali hér.

Ávarp

Ágæti heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé.

Miðvikudaginn 21. júní 2017 tók heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, á móti þremur ráðskonum Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur, Kristínu I. Pálsdóttur og Margréti Valdimarsdóttur, á fundi um konur, fíkn og meðferð. Einnig sátu fundinn Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðarmaður ráðherra og Ingibjörg Sveinsdóttir, sérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu.

Við þökkum góðar móttökur. Hér á eftir fylgir greinargerð félagsins um stöðu mála í stefnumótun og meðferð við fíkn sem við afhendum í kjölfar fundarins ásamt tillögum um úrbætur.

Félagið er hagsmuna- og umræðufélag kvenna en rekur ekki meðferðarstarf. Aðaltilgangur þess er að halda uppi upplýstri umræðu um málefni kvenna með fíknivanda og stuðla að bættum gæðum meðferðarþjónustu.

Hvatinn að heimsókn okkar til ráðherra nú er hlutaúttekt Embættis landlæknis á meðferð fyrir konur og börn hjá SÁÁ. Niðurstaða hennar kallar á róttækar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna og barna með fíknivanda. (more…)

Erindi til Embættis landlæknis vegna gæða og öryggis í meðferð

Erindi til Embættis landlæknis vegna gæða og öryggis í meðferð

Reykjavík 9. júní 2017

Áhyggjur Rótarinnar af gæðum og öryggi í meðferð

Eitt af aðalbaráttumálum Rótarinnar, og ein aðalástæða þess að félagið var stofnað, eru bætt gæði og öryggi kvenna og barna í meðferðarkerfinu. Embætti landlæknis er þetta vel kunnugt þar sem félagið hefur sent embættinu, og öðrum yfirvöldum, fjölda erinda þar að lútandi. Einnig heimsóttu ráðskonur embættið 29. október 2015 og kynntu baráttumál félagsins fyrir landlækni og fleiri starfsmönnum. Þar greindum við frá áhyggjum okkar af því að ekki væri nógu faglega staðið að viðbrögðum við kynferðisáreiti í meðferðarstarfi SÁÁ og að konur hefðu haft samband við félagið sem teldu að þeim hafi verið refsað fyrir slíkar kvartanir með því að vera vísað úr meðferð. (more…)

Styrkir til ritunar meistaraprófsritgerða um konur og fíkn

Styrkir til ritunar meistaraprófsritgerða um konur og fíkn

Veittir verða þrír styrkir úr fræðslusjóði Rótarinnar á skólaárinu 2017-2018 til að stuðla að rannsóknum sem tengjast fíknivanda kvenna.
Styrkirnir eru ekki bundnir við tilteknar fræðigreinar.

Styrkirnir verða veittir til einstaklinga sem vinna að lokaverkefni til meistaranáms, að lágmarki 30 ETCS einingar, við íslenska eða erlenda
háskóla.

Hver styrkur nemur 100.000 krónum og verður styrkur greiddur út þegar verkefni hefur verið skilað til viðkomandi háskóla.

Í umsókn um styrk skal eftirfarandi koma fram:

1. Nafn, heimilsfang og tölvupóstfang umsækjanda.
2. Lýsing á inntaki rannsóknar, á hvern hátt hún er fallin til að varpa ljósi á umfjöllunarefnið og hæfni umsækjanda til að vinna rannsókn á fræðasviðinu.
3. Tímaáætlun um framvindu. (more…)

Ráðið skiptir með sér verkum

Ráðið skiptir með sér verkum

Nýtt ráð Rótarinnar

Fyrsti fundur nýkjörins ráðs Rótarinnar 2017-2018 var haldinn 31. maí 2017 og  skipti ráðið með sér verkum. Kristín I. Pálsdóttir var endurkjörin talskona félagsins og Árdís Þórðardóttir endurkjörin í embætti gjaldkera. Margrét Valdimarsdóttir var svo kjörin ritari.

Á myndinni má sjá núverandi ráð félagsins í þessari röð: Margrét Valdimarsdóttir, Árdís Þórðardóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir,  Þórlaug Sveinsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir.