Sláandi niðurstöður um reynslu kvenna af fíknimeðferð

Fréttatilkynning

Talskona Rótarinnar, Kristín I. Pálsdóttir, kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknar á reynslu kvenna af fíknimeðferð á ráðstefnu SÁÁ í dag, mánudaginn 2. október.

Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í reynslu kvenna af meðferðarúrræðum og upplýsingar um líðan þeirra og öryggi í meðferð. Enn fremur að skoða sögu kvennanna með sérstöku tilliti til erfiðrar upplifunar í æsku og hvort að þær eigi sögu um ofbeldi í nánum samböndum.

Spurningalisti var sendur á 305 félaga í Rótinni og bárust 110 svör og höfðu þar af 96 konur átt við fíknivanda að stríða. Alls hafa 88,7% þátttakendanna leitað sér aðstoðar vegna fíknivanda. Stærsti hluti hópsins, 38,2%, hefur aðeins leitað sér aðstoðar einu sinni en 15,7% hafa farið ítrekað í meðferð eða frá fjórum til tíu sinnum. Alls hafa 88% farið í meðferð hjá SÁÁ og 29% á Landspítala Háskólasjúkrahúsi. 58% höfðu eingöngu sótt meðferð hjá SÁÁ. (more…)

Af hverju er fyrirgefning ofmetin?

Af hverju er fyrirgefning ofmetin?

Ef þú hefur lesið þér eitthvað til um sálfræði, eða hlustað á sálfræðilegt efni, lesið sjálfshjálparbækur eða hlustað á gúrúa, hefur þú sennilega heyrt á það minnst.

F-orðið.

Í því liggur svarið. Lykillinn að upplýsingunni, lykillinn að því að verða betri manneskja.

Ef við fyrirgefum ekki breytumst við í ólgandi reiða eldhnetti, föst í sjálfheldu tilfinningalegs uppnáms og ekki annað skapað en að veslast upp í vítahring sjálfselsku og þvergirðingslegrar sjálfseyðileggingar.

Eða þannig, ég ætti kannski að láta þetta nægja, af því að:

Ég fyrirgef ekki.

Reyndar fyrirgef ég, en aðeins rétta fólkinu. Þeim sem axla ábyrgð á eigin gjörðum, þeim sem sannarlega bæta fyrir brot sín, jafnvel þó að það hafi í för með sér að viðkomandi þurfi að horfast í augu við erfiða hluti í eigin fari.

En fyrirgefningin á sér líka mörk. Þegar farið er yfir þau verður ekki aftur snúið.

Þar af leiðandi hef ég enga trú á þeirri nálgun að fyrirgefningin eigi alltaf við. Sumu fólki langar mig einfaldlega ekki að fyrirgefa. (more…)

Konur studdar til bata – meðferðarhópastarf

Fimmtudaginn 28. september mun Katrín G. Alfreðsdóttir kynna fyrir Rótarkonum hópastarf sem félagið hefur í hyggju að koma af stað. Að venju verðum við í kjallara Hallveigarstaða kl. 20.

Í júní síðastliðinn fór Katrín, sem er félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur, á ráðstefnuna og námskeiðið Covington Curriculum Conference, í Connecticut í Bandaríkjunum, um aðferðir Stephanie S. Covington sem er sérfræðingur og frumkvöðull í meðferð kvenna með fíknivanda. Covington var aðalfyrirlesari á ráðstefnu Rótarinnar og samstarfsaðila um konur og fíkn haustið 2015.

Á ráðstefnunni í Connecticut var áherslan á mikilvægi kynjaskiptrar fíknimeðferðar, bæði fyrir konur og karla. Jafnframt var kynnt hvernig ætti að koma á þjónustu fyrir þessa hópa þar sem öryggi og traust væri í fyrirrúmi. Nokkur námskeið voru í boði fyrir þátttakendur sem öll miðuðu að því að kenna meðferðarvinnu með hópum en viðfangsefnin voru ólík. (more…)

En það kom ekki fyrir mig!

En það kom ekki fyrir mig!

Vill SÁÁ ekki gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi sjúklinga sinna? spyrja konur sem sitja í ráði og vararáði Rótarinnar. Ef SÁÁ ætli að taka frásagnir kvenna af meðferðinni alvarlega þurfi samtökin að ráðast í allsherjarúttekt á starfseminni. Í jafnréttislögum séu skýrar skilgreiningar á kynferðisáreitni sem samtökin ættu að miða við, setja sér verklagsreglur um meðferð slíkra brota og endurmennta starfsfólk um þennan brotaflokk.

Þolendur kynferðisofbeldi þurfa stuðning og aðstoð við að vinna úr ofbeldinu. Það er því afar mikilvægt að þolendur treysti sér til þess að segja öðrum frá og leita sér hjálpar. Enn í dag eru viðbrögð sumra að afneita brotunum, gera lítið úr þolendum eða reynslu þeirra og því velja margir þolendur að þegja.

Stundin hefur fjallað mjög ítarlega um atvik sem gerst hafa á meðferðarstofnunum SÁÁ. Konur hafa stigið fram og fengið tækifæri til að segja frá kynferðislegri áreitni sem þær urðu fyrir í meðferð og/eða viðbrögðum starfsfólks þegar þær lýstu reynslu sinni. (Sjá t.d. „Það sem SÁÁ vill ekki tala um“ og „Var látin afneita áföllum í meðferð“.) (more…)

Tilfinningaleg vandamál kvenna  í áfengismeðferð

Tilfinningaleg vandamál kvenna í áfengismeðferð

Eftirfarandi grein eftir Ásu Guðmundsdóttur, sálfræðing, birtist upphaflega í bókinni Íslenskar kvennarannsóknir sem kom út á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum árið 1997 í ritstjórn Helgu Kress og Rannveigar Traustadóttur. Hún birtist hér með góðfúslegu leyfi Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum – RIKK. Hún er einnig í PDF-skjali í viðhengi hér.

Eftir því sem næst verður komist er hér um einu rannsóknina hér á landi á tilfinningavanda kvenna í meðferð sem gerð hefur verið fram að þessu.

Tilfinningaleg vandamál kvenna í áfengismeðferð

Hér á eftir verður greint frá rannsókn á konum í áfengismeðferð, þar sem athyglinni er beint að sérstöðu kvenna sem misnota áfengi. Tilgangur rann­sóknarinnar er að færa rök fyrir því að í áfengismeðferð fyrir konur þurfi aðra nálgun en hjá körlum, þar sem taka þurfi tillit til kynhlutverka kvennanna og sálfélagslegra þátta sem einkenna þær.

Á síðustu árum hefur aukin athygli beinst að hlut kvenna í áfengismeðferð og áfengisrannsóknum. Hérlendis eru litlar upplýsingar til um konur sem misnot­endur áfengis. Rannsóknaskýrslur hafa fyrst og fremst gefið upplýsingar um karlmenn, þar sem fáar konur hafa greint frá áfengismisnotkun í almennum neyslukönnunum og engin meðferðarúrræði hafa verið hönnuð sérstaklega fyrir konur. Erlendar rannsóknir hafa fram á síðustu ár sýnt að mun færri konur en karlar leita sér meðferðar vegna áfengisvandamála. Þrátt fyrir aukinn fjöld kvenna í áfengismeðferð er hlutfallið mun lægra en lægstu tölur um nýgengi og algengi áfengis- og vímuefnamisnotkunar kvenna gefa til kynna (Reed, 1987). (more…)