Konur, kynverund og sporavinna – Bækur til sölu

Konur, kynverund og sporavinna – Bækur til sölu

Rótin hefur til sölu bækur eftir Stephanie Covington. Bækurnar eru A Woman’s Way through The Twelve Steps ásamt vinnubók, bækurnar eru bara seldar í setti. Verðið er 6.500 kr. Þá  er bókin Awakening Your Sexuality: A Guide for Recovering Women á 3.500 kr. og bókin A Woman’s Journal. Helping Women Recover sem er vinnubók á ensku fyrir þátttakendur í námskeiðinu Konur studdar til bata á 6.000 kr.  Það er þátttakendum í námskeiðinu í sjálfsvald sett hvort bókin er keypt.

Um bækurnar:

Kynverund er mikilvægt viðfangsefni í fíknimeðferð kvenna sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi. Bókin Awakening Your Sexuality er verkfærakista sem hjálpar konum að vinna úr kynlífsreynslu sinni, skilja kynverund sína og skapa sér það kynferðislega líf sem þær óska sér. Í bókinni er reynsla kvenna skoðuð með dæmum úr rannsóknum þar sem farið er varfærnislega og skref fyrir skref í að leiðbeina konum að horfast í augu við sektarkennd, skömm og fíkn; gera þær meðvitaðar um líkamsímynd sína og hegðunarmynstur og að hefja göngu kynferðislegs frelsis og vaxtar. (more…)

Konur studdar til bata – hópastarf á vegum Rótarinnar

Konur studdar til bata – hópastarf á vegum Rótarinnar

Á komandi vetri býður Rótin upp á hópastarf fyrir konur sem glímt hafa við fíknivanda. Fyrirmynd hópanna kallast á ensku Helping women recover og kemur frá Stephanie Covington sem er frumkvöðull í vinnu með fíkn og áföll hjá konum. Í samræmi við það er lögð áhersla á að fíknivandi sé afleiðing af áfalli (ens. trauma) og/eða öðrum fjölþættum vanda í lífi kvenna og að neyslan því einkenni en ekki frumorsök.

Aðaláhersla í hópunum er á fjóra þætti, sem eru:

  1. sjálfsmynd
  2. sambönd og samskipti
  3. kynverund og
  4. andlegt líf

Innan þessara þátta eru undirflokkar þar sem farið er ítarlega í þau atriði sem talin eru mikilvæg fyrir konur í bataferli. Í hópastarfinu er spurt hvað kom fyrir konurnar í stað þess að spyrja hvað sé að þeim. Hvernig þær hafi komist af og til hvaða bjargráða hver og ein þeirra hafi gripið. Kynntar eru nýjar aðferðir til að takast á við vandann í stað neyslu. (more…)

Að sleppa tökunum á rananum

Að sleppa tökunum á rananum

Annette Messager, My Vows

21. maí 2018

Í vikunni sótti ég þrjá viðburði sem snertu á málum fólks með fíknivanda. Vissulega er jákvætt að upplifa þá vakningu sem er í málaflokknum og sívaxandi meðvitund um að heilsa okkar og líðan sé ekki meitluð í genamengið okkar, heldur sé hún beintengd umhverfi, atlæti og upplifun á mótunarárum æskunnar. Ástæðan fyrir því að nú eru fundir og málþing á hverju strái er m.a. #metoo-byltingin, aukin meðvitund um afleiðingar kynferðisofbeldis og bráður vandi ungmenna með fíknivanda. Mikið úrræðaleysi hefur einkennt meðferð ungmenna og lengi hefur verið gagnrýnt það fyrirkomulag að hafa börn í meðferð á sama stað og fullorðna.

Erfðir eða umhverfi

ACE-rannsóknin, sem hófst á Kaiser Permanente-heilbrigðisstofnuninni í Kaliforníu árið 1997 (sjá t.d. http://hugarafl.is/afoll-skipta-thau-mali/), markar upphaf endurreisnar kenninga um áhrif umhverfis og atlætis á líðan okkar og heilsu eftir tímabil tvíhyggju í heilbrigðisvísindum þar sem sál og líkami voru aðskilin og einblínt á líffræðilega þætti. Þessi aðskilnaðarstefna hefur mest verið ríkjandi innan læknisfræðinnar en síður í kvennastéttum eins og meðal hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra.

(more…)

Aðalfundur, nýtt ráð og lagabreyting

Aðalfundur, nýtt ráð og lagabreyting

Ráð Rótarinnar 2018-2019: Ráð Rótarinnar 2018-2019: Áslaug Kristjana Árnadóttir, Helena Bragadóttir, Árdís Þórðardóttir, Soffía Bæringsdóttir, Þórlaug Sveinsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir og Katrín Guðný Alfreðsdóttir.

Aðalfundur Rótarinnar var haldinn að Hallvegiarstöðum og fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf. Úr ráði Rótarinnar fóru Gunný Magnúsdóttir, sem hefur setið í ráðinu frá stofnun félagsins, og Margrét Valdimarsdóttir færði sig úr aðalráði í vararáð en Lísa Kristjánsdóttir sagði sig úr vararáði í vetur. Þeim eru þökkuð góð störf í þágu félagsins. Nýjar í ráðið eru þær Helena Bragadóttir og Soffía Bæringsdóttir og eru þær boðnar velkomnar til starfa í ráðinu. Dóróthea Lórenzdóttir var kosin skoðunarkona reikninga. Nýtt ráð skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sínum.

Breytingar voru samþykktar á markmiðsgrein laga félagsins og er hún nú á þessa leið:

2. gr. er eftir breytingu svona:
“Markmið Rótarinnar: eru að halda uppi umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og beita sér fyrir faglegri stefnumótun í málaflokknum. Félagið vill stuðla að því að konum standi til boða áfalla- og kynjamiðuð þjónusta og að í meðferð vegna fíknivanda séu tryggð almenn mannréttindi og mannhelgi og sú fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem á hverjum tíma er völ á að veita. Ennfremur að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjandi gagna um þessi málefni konum til góða og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur að halda fyrirlestra, ráðstefnur, námskeið og standa fyrir hópastarfi, eitt eða í samráði við aðra, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega.”

2. gr. var svona:
“Markmið Rótarinnar eru að stofna til umræðu um konur, fíkn, áföll og ofbeldi og huga að sérstökum meðferðarúrræðum fyrir konur. Félagið vill að komið sé á samstarfi á milli stofnana, samtaka og annarra fagaðila sem fást við vímuefnameðferð, ofbeldi og úrvinnslu áfalla. Félagið vill beita sér fyrir öflun upplýsinga og úrvinnslu fyrirliggjanda gagna um þessi málefni konum til góða, og stuðla að rannsóknum á þessu sviði. Ennfremur að afla þekkingar, halda fyrirlestra, standa að ráðstefnum og námskeiðum, eitt eða í samráði við önnur félög, og efla umræður um fíknitengd málefni sem snerta konur sérstaklega.”

(more…)

Aðalfundur 2018

Aðalfundur 2018

Fráfarandi ráð Rótarinnar : Árdís Þórðardóttir, Áslaug Kristjana Árnadóttir, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Gunný Ísis Magnúsdóttir, Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.

22. apríl 2018

Aðalfundur Rótarinnar verður haldinn miðvikudaginn 2. maí kl. 20 í Kvennaheimilinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf sbr. lög félagsins. Kosið verður í ráð félagsins en í því sitja níu félagar og fer ráðið með ákvörðunarvald félagsins milli aðalfunda. Einnig skulu kosnir þrír varafulltrúar í ráðið og skoðunarkona reikninga.

Við hvetjum áhugasaman félagskonur til að bjóða sig fram í ráð eða vararáð með því að senda póst á netfangið rotin@rotin.is. Frekari upplýsingar fást hjá Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu, í sama netfangi eða í síma 893-9327.

Erindi aðalfundar verður í höndum Katrínar G. Alfreðsdóttur sem ætlar að kynna hópa fyrir konur með fíknivanda sem hefja göngu næsta haust. Katrín er félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur. (more…)