Forvarnir – Svar Umboðsmanns barna

Forvarnir – Svar Umboðsmanns barna

Rótinni hefur borist svar frá Embætti umboðsmanns barna við fyrirspurn vegna forvarna sem send var á Barnaverndarstofu, borgarstjóra, Embættis landlæknis, menntamálaráðuneytis og Umboðsmanns barna. Landlæknir svaraði fyrirspurninni 8. október.

Svar umboðsmanns barna er eftirfarandi:

Takk fyrir bréfið og upplýsingarnar. Embætti umboðsmanns barna hefur ávallt lagt áherslu á að forvarnarfræðsla til barna og ungmenna sé fjölbreytt og lifandi, taki mið af síbreytilegu umhverfi þeirra, og ekki síst stigvaxandi rétti þeirra til ákvörðunartöku um þátttöku í samræmi við aldur og þroska.

Að mati embættis umboðsmanns barna ber þó að leggja megináherslu á fræðslu- og forvarnarefni sem búið er til sérstaklega fyrir börn og ungmenni og þá ber jafnframt að leita til ungmennanna sjálfra við gerð slíks efnis. Þá er það jafnframt mat embættis umboðsmanns barna að skólum og öðrum opinberum aðilum beri í öllum tilvikum að virða aldurstakmörk sem gilda um kvikmyndir eða annað efni. (more…)

Skömmin þrífst í þögninni

Skömmin þrífst í þögninni

Ef maður hefur gert eitthvað rangt er að sjálfsögðu gott að skammast sín, en það getur reynst mjög afdrifaríkt fyrir manneskjur að finna til óverðskuldaðrar skammar, eins og algengt er með fórnarlömb sifjaspella. Óverðskulduð skömm eyðileggur sjálfsmynd barnsins og spillir lífsviðhorfum þess. Börn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi trúa því oft sjálf að þau eigi það skilið, að Guð sé að refsa þeim eða að þau hafi valdið því að það gerðist.“ (Ekki líta undan, bls. 177.)

Sjálfsásökun

Ein algengasta afleiðing kynferðisofbeldis er sjálfsásökun og breytir engu þó að skynsemin, annað fólk, og meira að segja öll rök, vitni um að sökin sé aldrei þess sem fyrir ofbeldinu verður. Margar ástæður liggja þar að baki. Þolendum kynferðisofbeldis er oft sagt að þeir hafi viljað ofbeldið. Þeim er hótað hefndum komist það upp og jafnvel þó að þeim sé ekki hótað er skömmin oft yfirsterkari lönguninni til að segja frá. Sjálfsásökunin á sér einnig upphaf í því að hafa ekki komist undan, að hafa „látið ofbeldið gerast“, eins fáránlegt og það hljómar. Sumir ofbeldismenn gefa fórnarlömbum sínum gjafir, peninga eða annað og mikil skömm hlýst af því að hafa þegið gjafir frá ofbeldismanninum.
Kynferðisofbeldi á sér oftast stað á milli einstaklinga sem tengjast. Það fylgir því meiri skömm að faðir, bróðir, afi eða kærasti sé gerandi ofbeldisins en ókunnugur maður í dimmu skuggasundi. Slík áföll trufla þroska barna á mjög djúpstæðan hátt, afskræma sjálfsmyndina og brjóta gegn sjálfsforræði þeirra. Ráðist er á líkamann, hann særður og svívirtur og skömmin er svar við því hjálparleysi sem fylgir slíkri árás á líkamlegt sjálfræði og niðurlægingu í viðurvist annarrar manneskju.

(more…)

Umræðukvöld um meistaranám í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies

Umræðukvöld um meistaranám í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies

Vagna, Guðrún og Gunný

Á næsta umræðukvöldi Rótarinnar, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20:-21:30, verða gestir okkar þær Guðrún Jóhannsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, betur þekkt sem Gunný, og Vagnbjörg Magnúsdóttir, kölluð Vagna. Þær hafa allar nýlokið námi í fíknifræðum við Hazelden Betty Ford Graduate School í Minnesota í Bandaríkjunum og ætla að segja okkur frá því sem þær urðu vísari.

Hazelden Betty Ford Graduate School of Addiction Studies býður upp á nám í fíknifræðum á meistarastigi fyrir ráðgjafa og aðra sem starfa í fíknigeiranum. Námið er bæði akademískt og verklegt og munu Guðrún, Gunný og Vagna segja okkur frá því sem þeim fannst áhugaverðast í náminu og starfsnáminu á Hazelden Betty Ford meðferðarstofnuninni, upplifun þeirra af starfinu, einstaklingsmiðaðri meðferð og hvernig þær telja að þær geti nýtt þekkinguna sem þær öðluðust. Einnig fjalla þær um hvernig stofnunin meðhöndlar þá sem eru veikir af ópíumfíkn. (more…)

Svar Embættis landlæknis

Svar Embættis landlæknis

Rótinni hefur borist svar frá Embætti landlæknis um fyrirspurn vegna forvarna sem Rótin sendi hinn 8. október til embættisins.

Svarið er svohljóðandi:

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda

Kristín I. Pálsdóttir, talskona.

Efni: Svar Embættis landlæknis við fyrirspurn Rótarinnar frá 8.10.2018

Skólar eru ákjósanlegur vettvangur til heilsueflingar- og forvarnarstarfs. Þar koma börn og ungmenni saman, mynda félagsleg tengsl og læra af fagmenntuðu starfsfólki. Heilsueflingar- og forvarnarstarf skal ávallt byggt á gagnreyndum aðferðum, sem búið er að sýna fram á með vísindalegum rannsóknum að bera árangur. Forsenda árangursríkra forvarna er sýnileg stefna skóla, uppbyggilegt umhverfi og fagmenntað starfsfólk.

Rannsóknir benda til þess að hræðsluáróður hafi sjaldan tilætluð áhrif.  Varast ber að valda skaða með slíkum áróðri eða einhliða fræðslu sem hefur lítil eða skammvinn áhrif. Þó að hræðsluáróður sé stundum eftirminnilegur og börn og ungmenni áhugasöm um slíka fræðslu sýna rannsóknir að hún hefur ekki tilætluð áhrif. Slík fræðsla getur haft neikvæð áhrif á hegðun og hugsanlega ýtt undir áhættuhegðun hjá sumum. Þó ásetningurinn sé góður þarf að hafa í huga að valda ekki skaða. (more…)

Umræðukvöld um átraskanir og fíkn

Umræðukvöld um átraskanir og fíkn

Helga Þórðardóttir

Á næsta umræðukvöldi Rótarinnar, miðvikudaginn 17. október kl. 20:-21:30, heldur gestur okkar Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi MA, fjölskyldufræðingur, kennari og handleiðari, erindi um átraskanir og fíkn.

Í erindinu fer Helga í helstu einkenni átraskana, orsakir og hliðarverkanir og hver áhrif sjúkdómsins eru á fjölskyldu þeirra sem veikjast og aðra nákomna, hvað sé í boði fyrir þau sem kljást við átröskun á Íslandi, hvernig þau komast í meðferð og hvort að einhver séu tengsl á milli átraskana og fíknisjúkdóma?

Helga lauk starfsréttindum í félagsráðgjöf í Svíþjóð auk þess sem hún hefur stundað nám í Hollandi, Bandaríkjunum auk náms hér á Íslandi. Hún hefur starfað, má segja, á í velferðarkerfinu, heilbrigðis- og félagslega kerfinu, og skólakerfinu en starfar nú í átröskunarteymi á geðdeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss ásamt því að vera sjálfstætt starfandi. Einnig er Helga kennslustjóri og handleiðari í MA-námi í fjölskyldumeðferð í Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. (more…)