„Þú ert ekki ein, við erum margar“ – Námskeið

„Þú ert ekki ein, við erum margar“ – Námskeið

Rótin býður nú upp á námskeið fyrir konur sem upplifað hafa fjölskylduslit í kjölfar þess að hafa opnað umræðu um ofbeldi í skjóli fjölskyldu. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 8. maí en kynningarfundur verður haldinn 9. apríl kl. 20 í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg.

Fyrir hverjar?

Námskeiðið er fyrir konur sem hafa upplifað fjölskylduslit eftir að hafa sagt frá ofbeldi sem átt hefur sér stað í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er í kjölfar sifjaspells, kynferðisofbeldis, líkamlegs eða andlegs ofbeldis.

Markmið

Markmið námskeiðsins er að konur sem hafa upplifað fjölskylduslit, vegna þess að þær hafi sagt frá ofbeldi í skjóli fjölskyldu sinnar, finni fyrir þeim krafti sem býr innra með þeim og stuðningi hver frá annarri til þess að m.a. að létta á skömm og sektarkennd. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist betri þekkingu og skilning á aðstæðum sínum. (more…)

Vímuefnavandi og hugleiðingar um hlutverk RÚV sem útvarps í almannaþjónustu

Vímuefnavandi og hugleiðingar um hlutverk RÚV sem útvarps í almannaþjónustu

Hér glittir í dr. Nancy Poole

Rótin sendi eftirfarandi hugleiðingu á Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóra, í dag. 2. mars 2019.

Hér koma hugleiðingar um viðbragðaleysi RÚV við ráðstefnu sem Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum, Rótin, Jafnréttisskóli Háskóla SÞ og Jafnréttisstofa héldu í vikunni undir yfirskriftinni „Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn“. Á ráðstefnuna komu sérfræðingar í fremstu röð á heimsvísu frá Kanada, Írlandi, Finnlandi og Belgíu.

Svandís Svavarsdóttir ávarpaði ráðstefnuna í upphafi þar sem hún boðaði framsæknar breytingar í málaflokknum. Erlendu gestirnir höfðu á orði hversu framsækin og metnaðarfull ræða hennar hefði verið. Heilbrigðisráðuneytið stefnir greinilega að því að skapa kerfi sem tekur tillit til þeirra kollhnísa sem átt hafa sér stað í samfélaginu á undanförnum árum, #metoo-byltingarinnar, kröfu kvenna um bætt úrræði í ofbeldismálum, betri meðferðarúrræði, ekki síst fyrir ungt fólk, uppbyggingu heildstæðra úrræða eins og Bjarkarhlíðar til að stuðla að öryggi kvenna, barna og annarra þolenda ofbeldis, og þeirri staðreynd að núorðið er viðurkennt að ofbeldi og önnur persónuleg áföll eru stórt heilbrigðisvandamál sem skoða þarf í víðu samhengi. (more…)

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn

Drögum kynjatjöldin frá: Til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn er yfirskrift ráðstefnu sem haldin er á Hótel Natura, hinn 28. febrúar og 1. mars næstkomandi, í samvinnu Rótarinnar, Rannsóknastofu í jafnréttisfræðum (RIKK), Alþjóðajafnréttisskólans og Jafnréttisstofu. Sjá nánar: https://conference.hi.is/genderandaddiction/ og á Facebook

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, opnar ráðstefnuna með ávarpi en fjöldi erlendra sérfræðinga tekur þátt í henni. Þar er fyrsta að telja Dr. Elizabeth Ettorre, prófessor emerítus í félagsfræði og félagsmálastefnu við Háskólann í Liverpool og Leverhulme Emeritus styrkþega, heiðursprófessor við Árósaháskóla og Háskólann í Plymouth á Bretlandi. Hún fjallar um konur, vímuefnaneyslu og samþættingu. Elizabeth hefur starfað við rannsóknir á vímuefnaneyslu síðan á áttunda áratug síðustu aldar og er einn virtasti fræðimaður Evrópu á sínu sviði.

Dr. Nancy Poole kemur alla leið frá Bresku-Kólumbíu í Kanada. Þar er hún forstöðukona Centre of Excellence for Women’s Health og starfar einnig við Women’s Hospital and Health Centre. Nancy er virtur alþjóðlegur sérfræðingur með víðtæka reynslu af kynjaðri nálgun á heilsu og fíkn og fjallar hennar erindi um mikilvægi þess að hafa kyn, áföll og réttlæti í brennidepli þegar vímuefnastefna er mótuð. (more…)

„Þetta námskeið er stórkostlega magnað að öllu leyti“

„Þetta námskeið er stórkostlega magnað að öllu leyti“

Fyrstu tveir hóparnir fóru í gegnum námskeiðið „Konur studdar til bata” á liðnu hausti og tókst mjög vel til eins og greint var frá í þessari frétt um mat þátttakenda á námskeiðinu. Nú er hafið þriðja námskeiðið og sjálfshjálparhópur að auki og að þessu sinni er það haldið í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg.

Einnig barst félaginu eftirfarandi umsögn frá þátttakanda og þökkum við auðmjúklega fyrir þessi fallegu og hvetjandi orð: (more…)

Umsögn Rótarinnar um þungunarfrumvarp

Umsögn Rótarinnar um þungunarfrumvarp

Rótin hefur sent eftirfarandi umsögn til Alþingis um frumvarp til laga um þungunarrof 149. löggjafarþing 2018-2019, þingskjal 521 — 393. mál. Umsögnina má einnig nálgast í PDF-skjali hér.

Alþingi
Nefndasvið
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

  • 23. janúar 2019

 

Efni: Umsögn Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda um frumvarp til laga um þungunarrof 149. löggjafarþing 2018-2019, þingskjal 521 — 393. mál.

Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda fagnar nýju frumvarpi um þungunarrof. Frumvarpið er löngu tímabær lagabót og mikilvæg réttarbót fyrir konur. Frumvarpið er mikilvægt skref til að tryggja öllum konum rétt yfir líkama sínum enda er sá réttur grundvallarmannréttindi og núgildandi lög tryggja hann. Rétturinn yfir eigin líkama er ekki síst mikilvægt þeim konum sem höllum fæti standa í samfélaginu, eiga við vímuefna- og/eða geðrænan vanda að etja eins og skilja má af grein Sigurlaugar Benediktsdóttur, fæðingar og kvensjúkdómalækni, á Vísir.is hinn 2. nóvember 2018.

Íslendingar eru mikilvæg fyrirmynd í jafnréttismálum í hinu alþjóðlega samfélagi í dag og því er gríðarlega mikilvægt að sýna það góða fordæmi sem af því hlýst að lögleiða frumvarpið. (more…)