Umsögn um neyslurými

Umsögn um neyslurými

Reykjavík 24. nóvember 2019

Umsögn Rótarinnar um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, með síðari breytingum (neyslurými), 328. mál

Með tölvupósti þann 6. nóvember síðastliðinn óskaði nefndasvið Alþingis eftir umsögn Rótarinnar um ofangreint frumvarp. Ráð Rótarinnar fagnar frumvarpi ráðherra og lýsir sig fyllilega samþykkt frumvarpinu. Ráðið telur aðgang að öruggu neyslurými vera nauðsynlega breytingu á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni og mikilvægan lið í því að vernda þá sem sprauta vímuefnum í æð og eru í mikilli heilsufarslegri áhættu vegna þess.

Sú breyting á lögum sem hér er mælt fyrir um er til mikilla bóta í þá átt að hægt sé að veita notendum ávana- og fíkniefna aðstoð á mannúðlegan hátt og í samræmi við bestu þekkingu með það í huga að bæta heilsu, líðan og lífslíkur þeirra. Ráð Rótarinnar styður þá skaðaminnkandi hugmyndafræði sem frumvarpið byggir á og tekur undir það sjónarmið að nauðsynlegt sé að beygja af leið refsistefnunnar sem nú er almennt viðurkennt að hefur komið illa niður á notendum vímuefna, mannréttindum þeirra, heilsu, lífslíkum og félagsstöðu. (more…)

Johann Hari – Skaðaminnkun og fíknistefna

Johann Hari – Skaðaminnkun og fíknistefna

Bókin „Að hundelta ópið“ (e. Chasing the Scream), eftir breska blaðamanninn Johann Hari kemur út í íslenskri þýðingu Halldórs Árnasonar í þessari viku en bókin og fyrirlestur Johanns um hana á TED hafa vakið verðskuldaða athygli um allan heim.

Í bókinni rekur Johann sögu hins svokallaða stríðs gegn fíkniefnum og þann skaða sem það hefur valdið í erindinu “Af hverju þarf Ísland á skaðaminnkandi hugmyndafræði og endalokum fíknistríðsins að halda?”

Í skaðaminnkandi nálgun er áhersla lögð á afleiðingar og áhrif fíknihegðunar, en ekki á notkunina sem slíka, með það að markmiði að auka lífsgæði neytenda.

Eftir erindi Johanns stýrir Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur umræðum.

Snarrótin, Rótin og Frú Laufey standa að fundinum og er hann öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook.

Umsögn um neyslurými

Umsögn um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni

Umsögn Rótarinnar um breytingu á lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974 (varsla), 23. mál

Með tölvupósti þann 17. október síðastliðinn óskaði nefndasvið Alþingis eftir umsögn Rótarinnar um ofangreint frumvarp. Ráð rótarinnar hrósar flutningsmönnum fyrir að taka tillit til nýjustu sannreyndra gagna við vinnslu frumvarpsins þar sem skaðaminnkun í stað úreltra kennisetninga er höfð í fyrirrúmi. Þá telur ráð Rótarinnar að velferðarnefnd sem mælti á síðasta þingi með því að varsla neysluskammta ólöglegra ávana- og fíkniefna yrði undanskilin refsingu, hafi sannarlega staðið undir nafni þar sem velferð þeirra sem misnota og þar með hljóta mestan skaða af ávana- og fíkniefnum var höfð í fyrirrúmi.

Sú breyting á lögum sem hér er mælt fyrir um er til mikilla bóta til þess að hægt sé að veita neytendum ólöglegra ávana- og fíkniefna aðstoð á forsendum sem neytendur geta fellt sig við, svo sem eins og heilbrigðisþjónustu, félagslega aðstoð eða meðferð til að draga úr/stöðva neyslu og vinna úr undirliggjandi erfiðleikum. Í greinagerð með frumvarpinu er farið vel yfir hvaða kosti það hefur í för með sér að varsla neysluskammta verði ekki lengur refsisverð og tekur ráð Rótarinnar undir þann rökstuðning. (more…)

Rótin fær jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs

Rótin fær jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs

Rótinni hlotnaðist sá heiður 31. október 2019 að þiggja jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs fyrir árið 2019. Við sama tækifæri fékk Rauðsokkahreyfingin einnig viðurkenningu ráðsins og vefmiðillinn Knúz.is fékk fjölmiðlaviðurkenningu þess. Sendum við þeim árnaðaróskir!

Rökstuðningur með viðurkenningunni er eftirfarandi:

“Jafnréttisráð hefur ákveðið að veita Rótinni jafnréttisviðurkenningu ráðsins til grasrótarsamtaka fyrir árið 2019.

Rótin er félag áhugakvenna um konur, fíkn, áföll, ofbeldi og geðheilbrigði. Félagið er brautryðjandi í umræðunni um tengsl áfalla, ofbeldis og fíknar hér á landi. Rótin var stofnuð í Reykjavík 8. mars 2013 og hefur því starfað óslitið á sjöunda ár.

Frá upphafi hefur Rótin beitt sér með eftirtektarverðum hætti í opinberri umræðu um þjónustu við konur og börn sem eiga við fíknavanda að stríða. Talskonur Rótarinnar hafa vakið athygli á ýmsum brotalömum í heilbrigðisþjónustu á þessu sviði. Þær hafa verið óþreytandi við að benda á tengsl áfalla og ofbeldis gagnvart konum við fíkni- og geðsjúkdóma. Þær hafa fært gild rök fyrir nauðsyn kynjaskiptrar meðferðar og gagnrýnt að börn séu höfð í fíknimeðferð með fullorðnum. Rótin hefur einnig varað við hvers kyns hræðsluáróðri um fíkn og afleiðingar hennar. Þá má nefna að Rótin hefur gefið út leiðbeiningar fyrir konur sem vilja tjá sig um fíkn eða áföll opinberlega og heldur reglulega fræðslunámskeið sem er sérstaklega beint til kvenna. Rótin hefur með starfi sínu og málflutningi ögrað viðteknum kenningum og hugmyndum í samfélaginu um konur og fíkn og leiðir til bata. (more…)

Viðtal um Rótina

Viðtal um Rótina

Soffía Auður Birgisdóttir og Ævar Kjartansson ræddu við Kristínu I. Pálsdóttur talskonu Rótarinnar í þætti sínum Samtal um femínisma, á Rás 1 á RÚV, sunnudaginn 27. október 2019. Fyrri hluti þáttarins er helgaður Rannsóknastofnuní jafnréttisfræðum en á tuttugustu mínútu hefst umfjöllun um Rótina og konur með vímuefnavanda.

Hér er hægt að hlusta á viðtalið:

(more…)