Kenningum um falskar minningar beitt á Íslandi

Kenningum um falskar minningar beitt á Íslandi

Í fyrri grein okkar um falskar minningar röktum við hvernig kenningar Elizbeth Loftus hafa verið notaðar í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika frásagna um kynferðisbrot gegn börnum og að verja þá sem fremja brotin. Við sögðum frá því að Loftus hafi verið sérfræðivitni verjenda í málum gegn einstaklingum sem sakaðir eru um kynferðisbrot eins og til dæmis O. J. Simpson, Ted Bundy og Harvey Weinstein. Hingað til virðist ekki hafa verið skrifað um kenningar Loftus á þann gagnrýna hátt sem þeim ber hér á landi. Spurningin er hvort að kenningar hennar eru kenndar í háskólum landsins án fyrirvara og hvort þær eru ríkjandi kennivald í íslenskum stofnunum? Í hinu fræga „biskupsmáli“ voru þær með markvissum og skipulegum hætti notaðar til varnar biskupnum.

„Biskupsmálið“ hið síðara

Í ágúst síðastliðnum var áratugur síðan DV birti fyrst allra fjölmiðla fréttir af því að dóttir Ólafs Skúlasonar hefði óskað eftir áheyrn kirkjuráðs til að greina frá kynferðisofbeldi hans gegn sér. Það var Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sem vann fréttina og fyrirsögnin var Kirkjan leynir bréfi biskupsdóttur[1]. Umrætt bréf sendi biskupsdóttirin, Guðrún Ebba, annar höfundur þessarar greinar, á vormánuðum árið 2009. Hún hafði stutt Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur til að fá áheyrn kirkjuráðs vegna ásakana hennar um að Ólafur Skúlason hefði beitt hana kynferðisofbeldi. Sá hluti „biskupsmálsins“ var áberandi í fjölmiðlum undir lok síðustu aldar en fyrsta fréttin af því birtist í DV í febrúar árið 1996.[2] Í frétt Ingibjargar Daggar um bréfið kemur fram að því hafi verið stungið ofan í skúffu. Hún varð hins vegar til þess að í kjölfarið varð kirkjuráð við beiðni Guðrúnar Ebbu nánast þegar í stað. (more…)

Falskar minningar eða falskar kenningar?

Falskar minningar eða falskar kenningar?

Bandaríski sálfræðiprófessorinn Elisabeth Loftus er einn þekktasti sérfræðingur heims í minnisrannsóknum og upphafsmanneskja kenninga um ‚falskar minningar‘. Loftus birti rannsóknarniðurstöður á áttunda áratugnum sem bentu til þess að auðvelt væri að hafa áhrif á og búa til minningar um atburði sem aldrei áttu sér stað og brengla minni vitna.[i] Styr hefur staðið um kenningar Loftus frá upphafi ferils hennar og því fer fjarri að einhugur sé um framlag hennar til vísindanna.

Aðferðafræðilegar takmarkanir

Minningum er almennt skipt upp í tegundir og þau ferli sem eiga sér stað eftir tegundum eru mismunandi. Þannig kalla ævisögulegar minningar, sem fela í sér persónulega upplifun, á aðra hugræna ferla en táknminni sem felur frekar í sér lærða þekkingu og huglægan skilning. Þegar hin ævisögulega reynsla er tengd áfalli eru miklar líkur á að það hafi áhrif á minni og sumir áfallasérfræðingar halda því fram að áfallaminni sé í grundvallaratriðum ólíkt frásagnarminninu og tengist frekar skynhreyfiþáttum en að vera yrt.[ii]

Minnisrannsóknir sem gerðar voru á níunda áratugnum[iii] sýndu að verulegar takmarkanir væru á aðferðafræði Loftus, bæði siðferðilega[iv] og aðferðafræðilega. Þátttakendur voru einsleitur hópur stúdenta, þær voru allar framkvæmdar á tilraunastofu og fólu ekki í sér áhorf á raunverulega atburði heldur áhorf á myndbönd. Áhrif atburðanna á tilfinningar vitnanna voru því allt önnur og minni en ef þau hefðu orðið vitni að raunverulegum atburðum. Gagnrýnendur benda á að Loftus dragi of víðtækar ályktanir um hvernig hægt sé að hafa áhrif á minni. (more…)

Starfsemi SÁÁ – Erindi til ríkisendurskoðunar

Starfsemi SÁÁ – Erindi til ríkisendurskoðunar



Rótin hefur sent eftirfarandi erindi til Ríkisendurskoðunar vegna starfsemi SÁÁ:

Til: Ríkisendurskoðunar
Frá: Rótin – Félag um konu, áföll og vímuefni
Efni: Starfsemi SÁÁ

30. ágúst 2020

Ágæti viðtakandi.

Í aðdraganda stjórnarkjörs innan SÁÁ – Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, hinn 22. júní, birtist yfirlýsing frá 57 af 100 starfsmönnum samtakanna þar sem fram kemur m.a. að vandi SÁÁ snúist um „yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum“ að „ógnarstjórn“ hafi verið við lýði í rekstri samtakanna.

Augljóst er að í yfirlýsingunni er verið er að vísa í tæplega fjögurra áratuga stjórnartíð Þórarins Tyrfingssonar sem á um 20 ára tímabili var bæði framkvæmdastjóri og formaður stjórnar SÁÁ. (more…)

Dagskrá haust 2020

Dagskrá haust 2020

Fyrsti viðburðurinn í starfi Rótarinnar haustið 2020 er námskeiðið Forvarnir fyrir grunnskóla sem haldið er 2. september. Í haust verða haldin nokkur námskeið á vegum félagsins, Rótarhópurinn hefur göngu sína 16. september og þá býður félagið upp á fjölbreytta fræðslu meðal annars fyrir ráðgjafa og dvalarkonur Kvennaathvarfsins.

Athugið að félagið fylgir sóttvarnareglum vegna Covid-19 og því komast færri að á námskeið og hópa.

Vegna Covid-19 er nú gert hlé á umræðukvöldum félagsins í haust og eins er um Hreyfiaflið.

(more…)

Námskeið fyrir fagfólk sem þjónustar konur

Námskeið fyrir fagfólk sem þjónustar konur

Rótin heldur námskeið fyrir fagfólk sem þjónustar konur sem glíma við áföll og neysluvanda og er markmiðið þess að kynna þá aðferðafræði sem Rótin fylgir fyrir fagfólki sem hefur áhuga á nýrri nálgun í þjónustu við konur með áfallasögu og/eða vímuefnavanda. Á námskeiðinu er stuðst við áfalla- og kynjamiðaða gagnreynda þekkingu.

Drög að dagskrá

  • Rótin. Tilurð félagsins og hugmyndafræðin. Skipulag og starfsemi. Leiðarljós og reglur fyrir námskeið og hópastarf
  • Kenningar um skaðlega vímuefnanotkun. Sjúkdómskenningin. Einstaklingurinn í forgrunni og aðrar nýjar kenningar
  • Vald og ofbeldi
  • Þróun áfalla. Meðal annars skoðað m.t.t. kynja
  • ACE-rannsóknin og aðrar rannsóknir um tengsl áfalla við alvarlega sjúkdóma
  • Skaðaminnkun
  • Áfallamiðuð starfsemi
  • Valdefling kvenna. Seigla og styrkleikar. Spurt er: „Hvað kom fyrir þig?“ en ekki „Hvað er að þér?“
  • Konur finna styrk sinn. Námskeið og hópar Rótarinnar kynnt ítarlega
  • Helstu sóknarfærin á þessu sviði ekki síst á tímum COVID-19

Skipulag

Verð

  • 43.900 kr.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn

  • Leiðbeinendur eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Katrín G. Alfreðsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar.