Þú ert ekki ein – við erum margar

Þú ert ekki ein – við erum margar

Rótin býður upp á námskeið fyrir konur sem hafa gengið í gegnum erfið samskipti í fjölskyldum og fjölskylduslit í samstarfi við Vegvísi – ráðgjöf og er haldið í húsnæði Vegvísis að Strandgötu 11 í Hafnarfirði.

Skráning á námskeiðið er hér.

Ávinningur af þátttöku í námskeiðinu
Þátttakendur öðlast betri þekkingu og skilning á aðstæðum sínum. Þær finna fyrir þeim krafti, seiglu og styrkleika sem býr innra með þeim. Þær upplifa frelsi og hamingju einar með sjálfri sér og með þeim sem þær velja að hafa í lífi sínu.

Aðferð
Fjallað er um ástæður fjölskylduslita sem geta verið margar til dæmis eftir erfið samskipti sem hafa þróast lengi en einnig í kjölfar þess að konur hafa opnað umræðu um ofbeldi í skjóli fjölskyldu, hvort heldur er í kjölfar sifjaspells, kynferðisofbeldis, líkamlegs eða andlegs ofbeldis. Einnig er farið í afleiðingarnar og erfiðar tilfinningar. Konurnar kortleggja eigin styrkleika og seiglu. Þær deila með sér leiðum til að lifa tilgangsríku lífi í sátt við sjálfa sig, að taka sér pláss og að takast á við það að vera ekki í tengslum við fjölskyldumeðlimi.

Samþykktir fyrir námskeið og hópa Rótarinnar gilda á námskeiðinu eins og í öðru starfi félagsins.

Skipulag
Námskeiðið er haldið laugardagana 8. og 15. maí kl. 10:00-14:00. Lokatíminn verður 18. september í haust. Námskeiðið er 12 klst.

Verð
30.000 kr.

Leiðbeinendur og verkefnisstjórn
Leiðbeinendur eru Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Katrín G. Alfreðsdóttir. Verkefnisstjóri er Kristín I. Pálsdóttir. Sjá nánar

Merki Konukots og Facebook-síða

Merki Konukots og Facebook-síða

Á haustmisseri 2020 átti Rótin samstarf við Listaháskóla Íslands sem fólst í því að efnt var til samkeppni á meðal nemenda á 2. ári í grafískri hönnun um merki fyrir Konukot. Konukot hefur ekki átt eigið merki og var eitt af markmiðunum með verkefninu að gera Konukot aðgengilegra fyrir gesti og velunnara á samfélagsmiðlum og  auka upplýsingaflæði um starfið til almennings. (more…)

Meðferðarheimili BVS – Yfirlýsing

Meðferðarheimili BVS – Yfirlýsing

Yfirlýsing frá Rótinni, félagi um konur, áföll og vímugjafa, vegna umfjöllunar Stundarinnar um meðferðarheimili Barnaverndarstofu

Nokkrar hugrakkar konur stíga fram og segja reynslu sína af meðferðarheimilum Barnaverndarstofu í Stundinni 29. janúar sl.

Rótin krefst þess að gerðar séu upp þær ófaglegu og oft ofbeldisfullu aðferðir sem liðist hafa í meðferð bæði barna og fullorðinna. Litlar úttektir hafa verið gerðar á meðferðarkerfinu þar sem talað er við fólkið sem var í meðferð og t.d. var bara talað við yfirmenn í úttekt Embættis landlæknis á þremur meðferðarstöðum árið 2016 þar sem þær fengu allar falleinkunn.

Rótin sendi Landlækni erindi vegna yfirlýsingar frá meirihluta starfsfólks SÁÁ 22. júlí sl. „um yfirgengilegt ofbeldi í samskiptum, vanvirðingu, undirróður og valdabaráttu manna sem geta ekki sleppt tökunum á gömlum tímum“ með ósk um að heilbrigðisráðuneyti og Embætti landlæknis skoði málið. Einnig óskar félagið eftir því að áhrif þessarar ógnarstjórnar á þá sem sóttu sér meðferðar hjá SÁÁ, ekki síst á barnsaldri, verði sérstaklega skoðuð. (more…)

Erindi til Ásmundar Einars

Erindi til Ásmundar Einars

Rótin hefur sent eftirfarandi erindi til Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra.

Sæll Ásmundur.

Okkur langar að þakka þér fyrir einlægt viðtal sem birtist í Morgunblaðinu um helgina. Sérstaklega þökkum við þér fyrir falleg orð í garð Konukots en Rótin tók við rekstri þess 1. október sl. Frásögnin af móður þinni snerti okkur djúpt af því að reynsla hennar og fjölda annarra kvenna er ástæða þess að við stofnuðum félagið Rótina 8. mars 2013. Okkur fannst skorta á að tekið væri heildstætt á tengslum áfalla og vímuefnavanda kvenna. Auk þess sem við höfum enn áhyggjur af öryggi kvenna í meðferðarkerfinu. (more…)